Vondir menn á Kúbu.

'i kvöldfréttum á Stöð 2 núna í kvöld, laugardag, var fréttamaðurinn Óli Tynes með frétt frá nýafstöðnu þingi á Kúbu. Hann taldi ameríkumenn ekki hafa verið hissa, en aftur á móti hann og fleiri hefðu vænst að arftaki Fiedels Castro harðstjóra, Raul myndi kynna fleiri tilslakanir og aukið frelsi. Óli og allir hinir urðu fyrir vonbrigðum og voru hneikslaðir þegar Raul bað fólk um að búa sig undir enn meiri erfiðleika vegna efnahagslægðarinnar sem nú hrjáir heimsbyggðina eða eins og stúlkan sem kynnti fréttina orðaði það, að þjóðin ætti að herða sultarólina. Bæði stúlkan og fréttamaðurinn opinberuðu lítið vit á aðstæðum á Kúbu í dag. Þeim væri báðum hollt að líta sér nær.

Væri ekki nær ráðamenn Íslands kæmu með tillögur um einhverjar leiðir til að koma böndum á það óhefta frelsi sem hefur viðgengist í viðskiptalífinu undanfarin misseri og er búið að koma þjóðinni í þann vanda sem hún á við í dag og benda fólki á að búa sig undir enn meiri erfiðleika. Við ættum þó ekki eftir að læra eitthvað af vondu mönnunum á Kúbu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband